Hugleiðslu-páskaratleikur 2021
Páskaratleikur Heillastjörnu sló rækilega í gegn í fyrra og heyrðum við frá mörgum að leikurinn hefði orðið kveikja að áframhaldandi hugleiðsluáhuga hjá börnunum.
Í dymbilvikunni, dagana 29. mars – 4. apríl, mun Heillastjarna að nýju blása til hugleiðsluratleiks með sjö splunkunýjum hugleiðslum og nunu áskrifendur fá hugleiðsluvísbendingu á hverjum degi þá vikuna. Hugleiðslurnar munu leiða börnin áfram í skemmtilegum ratleik en einnig verður blandað í leikinn öndunaræfingum og fleiru sem hjálpar börnunum að auka einbeitingu og innri kyrrð.
Smelltu hér til að opna ratleikinn
9 hugleiðsluflokkar aðgengilegir áskrifendum
Ef þú ert ekki í áskrift en vilt prófa, smelltu þá hér fyrir
ÁSKRIFTARLEIÐIR OG AÐRAR VÖRUR
Hvað er Heillastjarna?
Heillastjarna er sannkölluð fjársjóðskista fyrir sálina, en vefsíðan er stútfull af hugleiðslu- og sjálfstyrkingaræfingum fyrir börn og unglinga.
Efnið hentar fjölskyldum og grunnskólum og er einfalt og aðgengilegt í notkun.
Markmið efnisins er að stuðla að góðri andlegri líðan barna og ungmenna í gegnum einfaldar æfingar sem ættu að geta hentað öllum.
Vefsíðunni er ætlað að styðja fjölskyldur og skóla í því
að gera hugleiðslu að daglegri iðkun.
Auk vefsíðunnar eru í boði kynningar, námskeið og einkatímar
fyrir skóla, félagasamtök og einstaklinga.
Margþættur ávinningur hugleiðsluiðkunar:
Innra jafnvægi
Barnið lærir aðferðir til að tengjast sjálfu sér betur sem eykur innra öryggi og stuðlar að jafnvægi og vellíðan.
Sköpunarkraftur
Í hugleiðslunni fær ímyndunarafl barnsins að njóta sín og það lærir að nýta skapandi mátt hugans á jákvæðan hátt.
Sterkari sjálfsmynd
Athyglinni er beint markvisst að jákvæðum eiginleikum barnsins og við það eflast sjálfsvirðing og væntumþykja til eigin sjálfs.
Slökun
Barnið lærir aðferðir til að slaka betur á hug og líkama en það getur m.a. unnið gegn streitu og kvíða og bætt nætursvefninn.
Aukin einbeiting
Reglubundin hugleiðsluiðkun getur stóraukið einbeitinguna og gert barnið hæfara til að takast á við ytra áreiti.
Innifalið í áskrift:
Tæplega 150 leiddar hugleiðslur í mismunandi flokkum:
Jákvæð gildi
Sjálfstyrkingarhugleiðslur
Örhugleiðslur
Svefnhugleiðslur
Hugleiðslur fyrir unglinga
Öndunar- og slökunaræfingar
Áskoranir lífsins
Íþróttahugleiðslur
Ýmis lukkuhjól
Núvitunarleikir
Leiðbeiningar og góð ráð (m.a. fyrir börn með sérþarfir)
Nýtt efni í hverjum mánuði!
Ókeypis efni!
Já takk! Ég vil skrá mig á póstlista og fá sendar ókeypis hugleiðslur og fræðandi efni.
Ef þú ert ekki viss um hvort að Heillastjörnuefnið henti þér og börnunum þínum er tilvalið að skrá sig á póstlistann til að fá ókeypis prufuefni. Þú getur síðan að sjálfsögðu skráð þig af póstlistanum hvenær sem er.