Námskeið

Í tengslum við Heillastjörnuefnið eru í boði námskeið og fjölskyldustundir sem eru til þess fallnar að kveikja áhuga barnanna á hugleiðslu og veita foreldrum stuðning og innblástur fyrir áframhaldandi iðkun á heimilinu.

Fjölskylduhugleiðslunámskeið

Námskeið fyrir börn sem eru að byrja í 2. – 4. bekk grunnskóla og aðstandendur/foreldra þeirra

Mánudagana 8., 15. og 22. ágúst kl. 15:00-16:00
Kennari: Stefanía Ólafsdóttir
Staðsetning: Jógasetrið, Skipholti 50c

Verð (fyrir 3 x 60 mín.): 15.900kr samtals fyrir 1-2 börn og einn fullorðinn

Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 fjölskyldur (miðað við 2-3 úr hverri fjölskyldu).

Markmið Heillastjörnuefnisins hefur frá upphafi verið að hvetja til hugleiðsluiðkunar innan heimila og skóla.  Því bjóðum við nú upp á námskeið þar sem börn og fullorðnir hugleiða saman og getur námskeiðið verðið frábær leið til að skapa nýjar hugleiðsluvenjur innan heimilisins .

Á námskeiðinu verður hugleiðslan kynnt á aðgengilegan, fjölbreyttan og skemmtilegan hátt og ættu bæði börn og fullorðnir að geta notið æfinganna. M.a.verður unnið með hugleiðslur og sjálfstyrkingaræfingar sem miða að því að draga úr kvíða og efla sjálfstraust, sjálfskærleik, slökun og innra jafnvægi.

SKRÁNING

Frelsi frá kvíða

Kennari: Stefanía Ólafsdóttir
Staðsetning: Jógasetrið, Skipholti 50c

Verð (fyrir 3 x 75 mín.): 13.900kr
Hámarksfjöldi þátttakenda er 10

Næstu námskeið:

Frelsi frá kvíða fyrir börn sem eru að byrja í 4.-7. bekk.

Miðvikudagana 10., 17. og 24. ágúst 2022 kl. 15:00-16:15

Námskeiðið getur hentað vel þeim börnum sem glíma við kvíða en getur einnig haft mjög jákvæð fyrirbyggjandi áhrif á öll börn.  Á námskeiðinu er unnið með hugleiðslur og sjálfstyrkingaræfingar sem miða að því að draga úr spennu og kvíða og efla sjálfstraust, sjálfskærleik, slökun og innra jafnvægi. Þátttakendur fá aðgang að hugleiðsluupptökum til að iðka heima á milli tímanna.

Umsögn móður eins þátttakanda

„Barnið mitt (12 ára) var mjög ánægt með námskeiðið.  Fór alltaf glatt og spennt í tíma.  Við gerðum heimavinnuna, æfðum æfingar sem við fengum. Barnið nýtti sér tæknina sem var kennd í daglegu lífi.  Einn kostur er að þetta var stutt námskeið (3 skipti) sem gerir það gerlegt að taka þátt í daglegu amstri. Annar kostur er að foreldrum var boðið inn í lok tímans þar sem farið var yfir helstu atriði tímans sem gerir mér kleift að styðja barnið í þessari vinnu. Myndi hiklaust senda barnið mitt aftur á svona námskeið.“ 

Umsagnir tveggja þátttakenda eftir sumarnámskeið Heillastjörnu

„Á hugleiðslunámskeiðinu hjá Heillastjörnu lærði ég að taka mínar ákvarðanir, ef mér líður eitthvað illa þá veit ég núna hvað ég get gert til að láta mér líða betur.“ 11 ára stúlka

„Námskeiðið var skemmtilegra en ég hélt. Það var mjög skemmtilegt og lærði ég leiðir til að slaka á betur og líka um myndlist. Ég finn að ég er hugrakkari að prófa nýja hluti, stíga út fyrir þægindarammann, eftir námskeiðið.“ 10 ára stúlka

SKRÁNING

Fyrri námskeið

Frelsi til að vera ég  – sumarnámskeið

Tímasetning: 15., 16., 18. og 19. júní 2020

Eldri hópur (börn fædd 2008-2010) kl. 9:30-12:00

Yngri hópur (börn fædd 2011-2013) kl. 13:00-15:30

Á námskeiðinu verður unnið að því að efla sjálfstraust, sjálfskærleik, slökun og innra jafnvægi í gegnum hugleiðslu og ýmis konar listsköpun. Námskeiðið getur hentað öllum börnum en ekki síst þeim sem glíma við lágt sjálfsmat, kvíða eða innra óöryggi. Lögð verður mikil áhersla á að skapa hlýlegt andrúmsloft þar sem traust og virðing eru í fyrirrúmi. Í lok námskeiðs verður foreldrum boðið á sýningu.

Kennarar: Stefanía Ólafsdóttir og Íris Auður Jónsdóttir

Stefanía og Íris eru báðar grunnskólakennarar með mikla reynslu af því að starfa með börnum. Stefanía skrifaði hugleiðslubarnabókina Undir heillastjörnu og er höfundur Heillastjörnuvefsíðunnar. Íris Auður er myndlistarkona og jógakennari og gerði m.a. myndirnar í bókinni Undir heillastjörnu. Þeim er báðum mjög umhugað um að mæta börnunum á þeim stað sem þau eru og styðja þau við að laða fram það besta í sjálfum sér.

Verð: 17.900kr – innifalið í verði er mánaðaráskrift að Heillastjörnuvefsíðunni

Staðsetning: Námskeiðin verða haldin í hlýlegum og splunkunýjum húsakynnum Dalskóla í Reykjavík. Þaðan er stutt í fallega náttúru og ef veður leyfir munum við stunda hugleiðslu og listsköpun í náttúrunni.

Fjölskylduhugleiðsla

Á laugardögum kl. 13:00-13:50
Athugið að ekki er um námskeið að ræða heldur stök skipti.

Staðsetning: Jógasetrið, Skipholti 50c

Kennari: Stefanía Ólafsdóttir

Athugið að skráning er nauðsynleg.
Smelltu hér fyrir skráningarform

Dagsetningar á vorönn 2020

11. jan.
25. jan.
8. feb. – ætlað 8-12 ára
18. apríl
2. maí – ætlað 5-8 ára

Verð:
2.500kr fyrir eitt barn og foreldri,
3.300kr fyrir einn fullorðinn og tvö eða fleiri börn

Endurnærandi stund þar sem börn og foreldrar/aðstandendur njóta þess að hugleiða saman. Börn á grunnskólaaldri og foreldrar þeirra eru velkomin í tímana.

Í tímunum er unnið með hugleiðslu á skapandi og skemmtilegan hátt þar sem börnin eru virkir þátttakendur. Markmið tímanna er að efla innra jafnvægi, einbeitingu, sjálfskærleik og slökun. Tímarnir geta einnig verið fjölskyldum hvatning til að gera hugleiðslu að daglegri iðkun innan heimilisins.