Jarðtenging í janúar

Þema Heillastjörnu í janúar 2020 er jarðtenging.

Lesa nánar hér

Vika 1

Blómabeðið

Umræðuefni eftir hugleiðsluna: Hvernig var að koma við moldina? Var hún hlý eða svöl viðkomu? Hvernig leit blómabeðið þitt út?

Það hentar börnum oft vel að tjá hugleiðsluupplifanir í gegnum það að teikna eða mála og því tilvalið að hvetja barnið til að teikna mynd af blómabeðinu eftir hugleiðsluna. Spilið rólega hugleiðslutónlist á meðan til að halda notalegri stemningu.

Smellið hér fyrir verkefnablað fyrir myndina:

Blómabeðið-mitt

Ræturnar

Í þessari hugleiðslu er best að barnið sitji á stól og hafi iljarnar flatar á gólfinu þar sem það styður við meiri og betri jarðtengingu.

Vika 2

Leirbaðið

Í þessari viku skellum við okkur í leirbað en hlýr og notalegur leirinn hefur jarðtengjandi og slakandi áhrif.
Tillögur að umræðuefni eftir hugleiðsluna: Hvernig var heiti potturinn þinn í laginu? Hvernig var leirinn í honum á litinn? Gastu fundið lyktina af leirnum? Ef þú ættir að hanna þinn eigin heita pott, hvernig myndirðu hafa hann?
Verkefni eftir hugleiðsluna: Skapaðu notalegt andrúmsloft með því t.d. að kveikja á kerti og spila rólega tónlist. Leyfðu síðan barninu að leika sér með leir og þú getur jafnvel leirað með 🙂 Þegar við vinnum með leirinn í höndunum getur það hjálpað okkur og barninu að slaka á og dvelja í núinu.

Hvað skynjarðu? – æfing sem eykur athygli og jarðtengingu

Heilbrigð og virk skynjun á umheiminum getur aukið jarðtengingu barnsins. Í þessari æfingu eru skynfærin virkjuð og barnið lærir að veita umhverfinu athygli á meðvitaðan hátt.

Biddu barnið að nefna eða skrifa niður (út frá skynjun þess á þessu augnabliki):

5 hluti sem það sér
4 hljóð sem það heyrir
3 hluti sem það getur snert
2 lyktir sem það finnur
1 bragð sem það finnur

Ef tími og aðstæður leyfa er tilvalið að leyfa barninu að útfæra þetta á myndrænan hátt og teikna það sem það skynjar.

Önnur útfærsla á æfingunni (fyrir yngri börn ef hin reynist of erfið):

Biddu barnið að nefna (út frá skynjun þess á þessu augnabliki):

5 liti sem það sér
4 form sem það sér
3 mjúka hluti sem það sér
2 manneskjur sem það sér
1 bók sem það sér

Vika 3

Fjallið óhagganlega

Í þessari hugleiðslu er gott að barnið sitji á stól eða á gólfinu til að geta fundið góða jarðtengingu við stólinn eða gólfið, líkt og óhagganlegt fjall sem hvílir á jörðinni.

Tillögur að umræðuefni eftir hugleiðsluna: Hvernig leit fjallið þitt út? Var snjór toppnum? Hvernig var gróðurinn á fjallinu? Tókstu eftir einhverju fleiru á fjallinu? Hvað er að vera óhagganlegur? Hvað er innri styrkur og hvernig birtist hann í fólki?

Vika 4

Hafmeyjan

Í þessari hugleiðslu æfum við öndun með aðstoðar hafmeyju og mávafjaðra. Hafið kemur einnig við sögu en það hefur róandi og jarðtengjandi áhrif.
Gott er að barnið liggi á bakinu ef hægt er að koma því við. Hvetjið barnið til að blása með í hugleiðslunni (með því að blása sjálf).

Þetta er síðasta jarðtengingarhugleiðsla mánaðarins og nýtt þema febrúar mánaðar verður kynnt innan skamms. Efnið verður að sjálfsögðu áfram aðgengilegt á vefsíðunni.

Njótið vel!