Heillahjólið

Heillahjólið er skemmtileg leið til að velja hugleiðslu/einbeitingaræfingu fyrir bekkinn eða fjölskylduna.

Tilvalið er að sá sem snýr hjólinu leiði þátttakendur í æfinguna.

Góða skemmtun!

Hugardýrið
Örhugleiðsla
Ferningsöndun
Hugsanatalning
Jákvæð gildi
Sjálfstyrking
Hugsanagarðyrkja
Örhugleiðsla
Öndunaræfing
Jákvæð gildi
Uppáhalds ...
Sjálfstyrking
Heillahjólið

Snúðu hjólinu og freistaðu gæfunnar!

   

Hugardýrið

Veldu eitt dýr og einn lit. Ef þú ert að leika leikinn með bekknum þínum eða fjölskyldu geturðu fengið tvo sjálfboðaliða, einn til að velja dýr og hinn til að velja lit.

Sjáðu til þess að þú eða einhver annar taki tímann. Þátttakendur fá eina mínútu þar sem þeir mega hugsa hvað sem er NEMA um dýrið í þeim lit sem var valinn. Ef t.d. dýrið flóðhestur og liturinn sægrænn urðu fyrir valinu má hugsa um hvað sem er nema um sægrænan flóðhest. Þátttakendur nota fingurna til að telja hversu oft dýrið kemur upp í hugann þessa mínútu og í lokin er hægt að deila hvernig gekk.

Örhugleiðsla

Smelltu hér og veldu örhugleiðslu til að hlusta á.

Ef þú ert að gera æfinguna með bekknum þínum eða fjölskyldunni geturðu spurt eftirá hvernig þeim gekk að hugleiða, hvað þau sáu fyrir sér o.s.frv.

Ferningsöndun

Ferningurinn er öndunaræfing þar sem segja má að öndunin sé jöfn á öllum fjórum hliðum (eins og á ferningi).

Ef þú ert að gera æfinguna með bekknum þínum eða fjölskyldunni geturðu valið tölu til að nota og leitt síðan þátttakendur í gegnum æfinguna með því að segja eftirfarandi setningar. Gott er að endurtaka æfinguna 3-4 sinnum.

  1. Dragið djúpt inn andann (á meðan telur þú upp að tölunni sem þú valdir).

  2. Haldið niðrí ykkur andanum (á meðan telur þú).

  3. Andið síðan frá ykkur (á meðan telur þú).

  4. Bíðið í fjórar sekúndur (á meðan telur þú).

Hugsanatalning

Mælingar hafa sýnt að hver manneskja hugsar u.þ.b. 50.000-70.000 hugsanir á sólarhring! Prófaðu að gera tilraun og taktu tímann í eina mínútu. Biddu alla þátttakendur að telja hvað þeir hugsa margar hugsanir þessa mínútu.

Hvað telst sem hugsun? Segja má að ein hugsun sé eins og ein setning. T.d. ég hlakka til að hitta Siggu eftir skóla eða voðalega er mikill hávaði frammi. 

Biddu þátttakendur að setja sér það markmið að hugsa eins fáar hugsanir og þeir geta. Eftirá má kanna hvernig gekk og út frá þessu má jafnvel reikna meðalfjölda hugsana þátttakenda á mínútu/klukkustund/sólarhring o.s.frv. Einnig má spyrja þátttakendur hvaða aðferð þeir notuðu til að fækka hugsunum.

Jákvæð gildi

Smelltu hér og veldu einn eiginleika sem þér finnst vera mikilvægur í persónuleika fólks.

Ef þú ert að gera æfinguna með bekknum þínum eða fjölskyldunni geturðu spurt eftirá hvernig þeim gekk að hugleiða, hvað þau sáu fyrir sér o.s.frv.

Sjálfstyrking

Smelltu hér og veldu einn lit (rauður, appelsínugulur, gulur, grænn, blár, fjólublár eða hvítur). Veldu síðan eina hugleiðslu í þessum lit til að hlusta á.

Ef þú ert að gera æfinguna með bekknum þínum eða fjölskyldunni geturðu spurt eftirá hvernig þeim gekk að hugleiða, hvað þau sáu fyrir sér o.s.frv.

Hugsanagarðyrkja

Hugsanir okkar hafa mikil áhrif á það hvernig okkur líður. Ef við hugsum t.d. mikið um eitthvað sem við kvíðum fyrir eykst kvíðinn og okkur líður verr. Hugsanir sem hjálpa okkur að líða vel eru jákvæðar hugsanir um okkur sjálf. T.d. ég elska mig eins og ég er, ég er minn eigin besti vinur, ég er nógu góð/ur eins og ég er, ég hef mikinn innri styrk o.s.frv.

Biddu alla þátttakendur að velja eina neikvæða hugsun sem þeir hugsa stundum og myndu vilja losna við.

Biddu þátttakendur líka að finna eina jákvæða hugsun sem þeir setja inn í hugann í  staðinn.

Spilaðu síðan þessa hugleiðslu:

Örhugleiðsla

Smelltu hér og veldu eina örhugleiðslu til að hlusta á.

Ef þú ert að gera æfinguna með bekknum þínum eða fjölskyldunni geturðu spurt eftirá hvernig þeim gekk að hugleiða, hvað þau sáu fyrir sér o.s.frv.

Öndunaræfing

Smelltu hér og veldu eina öndunaræfingu til að hlusta á.

Ef þú ert að gera æfinguna með bekknum þínum eða fjölskyldunni geturðu spurt eftirá hvernig þeim gekk með æfinguna, hvað þau upplifðu o.s.frv.

Jákvæð gildi

Smelltu hér og veldu einn eiginleika sem þér finnst vera mikilvægur í persónuleika fólks.

Ef þú ert að gera æfinguna með bekknum þínum eða fjölskyldunni geturðu spurt eftirá hvernig þeim gekk að hugleiða, hvað þau sáu fyrir sér o.s.frv.

Uppáhalds…

Biddu þátttakendur að velja eitthvað eitt sem þeim finnst skemmtilegt að gera og hugsa BARA um það á meðan þú eða einhver annar tekur tímann í eina mínútu.

Ef aðrar hugsanir koma upp í hugann þarf að telja þær. Í lokin er hægt að deila hvernig gekk.

Einnig er hægt að leika þennan leik í öðrum útgáfum. T.d. biðja þátttakendur að hugsa bara um uppáhaldsmatinn sinn, uppáhaldsdýrið sitt, uppáhalds sögupersónuna sína o.s.frv.

Sjálfstyrking

Smelltu hér og veldu einn lit (rauður, appelsínugulur, gulur, grænn, blár, fjólublár eða hvítur). Veldu síðan eina hugleiðslu í þessum lit til að hlusta á.

Ef þú ert að gera æfinguna með bekknum þínum eða fjölskyldunni geturðu spurt eftirá hvernig þeim gekk að hugleiða, hvað þau sáu fyrir sér o.s.frv.