Nýtt efni
Hér má finna það efni sem nýjast er hverju sinni. Eftir nokkrar vikur fer efnið inn í viðeigandi flokk á vefsíðunni og er áfram aðgengilegt þar.
Ef þú hefur tillögu að einhverju efni sem þú myndir vilja að væri tekið fyrir, hvetjum við þig til að senda póst á heillastjarna@heillastjarna.is Við tökum öllum ábendingum fagnandi!
Fyrir svefninn: Græni gimsteinninn
Blámi og Ljósbrá á hugarflugi
Ævintýrið segir frá Bláma englastrák og stelpunni Ljósbrá sem njóta þess að ferðast um heiminn á hugarflugi og láta gott af sér leiða í leiðinni. Sagan er til þess fallin að skapa innra öryggi og von og getur hentað börnum sem glíma við kvíða eða einmanaleika sérlega vel.
Sagan er í 7 aðskildum köflum en einnig er hægt að hlusta á hana sem eina heild og þannig er hún tilvalin til að leiða börnin inn í draumalandið á kvöldin.
Smelltu hér til að nálgast hugleiðsluævintýrið.
Áskoranir lífsins: Frelsi frá einmanaleika
Flest börn ganga einhvern tímann í gegnum tímabil þar sem þau upplifa einmanaleika. Á slíkum stundum er fátt mikilvægara en að hlúa vel að eigin sjálfi og verða sinn eigin besti vinur. Þessi hugleiðsla hjálpar barninu að finna jafnvægi, huggun og hugarró en hvetur það einnig til að byggja sig upp í gegnum jákvæðar hugsanir sem stuðla að sjálfskærleik og sjálfsvirðingu.