Þema Heillastjörnu í febrúar 2020
Hugleiðsla í daglegu lífi
Febrúarefni Heillastjörnu er ætlað að hvetja fjölskyldur og skóla til að gera hugleiðslu að daglegri iðkun á heimilinu eða í skólastofunni. Í hverri viku mun bætast við ný svefnhugleiðsla og auk þess þrjár nýjar örhugleiðslur (2-3 mínútur að lengd).
Einnig fylgir mánuðinum plan þar sem hægt er að merkja inn á fjölda skipta sem hugleitt er. Í lok febrúar geta þátttakendur sent blaðið útfyllt til okkar og mun einn heppinn þátttakandi geta valið á milli þess að fá áritaða Heillastjörnubók að gjöf eða ókeypis fjölskylduhugleiðslutíma fyrir sig og fjölskylduna.
Smelltu hér til að sækja planið:
Hugleiðsluplan fyrir febrúar
Við minnum síðan á leiðbeiningarnar fyrir hugleiðsluiðkunina en það getur skipt miklu máli að skapa rétta andrúmsloftið og að veita tækifæri til samræðna eftir hugleiðsluna.
Leiðbeiningar
Njótið vel 🙂