Fyrir svefninn
Á barnið þitt stundum erfitt með að sofna á kvöldin? Eru hugsanirnar of margar og hraðar og of margt spennandi að gerast í huga barnsins einmitt þegar það er komið upp í rúm? Þá eru hugleiðslurnar í þessum flokki tilvaldar því þær hjálpa barninu að slaka vel á og leiða það inn í draumalandið. Síðan er aldrei að vita nema hugleiðslurnar í þessum flokki geti líka hjálpað unglingunum og fullorða fólkinu á heimilinu að svífa á vit draumanna.
Njótið vel og dreymi ykkur fallega!
Græni gimsteinninn
Blámi og Ljósbrá á hugarflugi
Ævintýrið segir frá Bláma englastrák og stelpunni Ljósbrá sem njóta þess að ferðast um heiminn á hugarflugi og láta gott af sér leiða í leiðinni. Sagan er til þess fallin að skapa innra öryggi og von og getur hentað börnum sem glíma við kvíða eða einmanaleika sérlega vel.
Sagan er í 7 aðskildum köflum en einnig er hægt að hlusta á hana sem eina heild og þannig er hún tilvalin til að leiða börnin inn í draumalandið á kvöldin.