Unga fólkið
Í þessum flokki eru hugleiðslur sérsniðar að þörfum unglinga. Hér eru m.a. hugleiðslur sem hjálpa unga fólkinu við að takast á við kvíða, lágt sjálfstraust og einmanaleika.
Þó að þessi flokkur sé sérstaklega hugsaður fyrir unglinga geta flestar aðrar hugleiðslur á vefsíðunni einnig hentað þeim aldurshópi.
Í þessari hugleiðslu færum við athyglina frá huganum yfir í hjartað, frá streitu og kvíða yfir í frið og frelsi.
Hjartatenging
Í þessari hugleiðslu gerum við innri tiltekt og fyllum herbergi hugans af styrkjandi hugsunum sem laða fram sjálfskærleika.
Herbergi hugans
Í þessari hugleiðslu er takinu sleppt af neikvæðum tilfinningum til að skapa rými fyrir jákvæðni, léttleika og innra frelsi.
Tilfinningatréð
Í þessari hugleiðslu er takinu sleppt af kvíða og streitu.