Heillastjarna – sýnishorn

Til þess að fá sem besta mynd af Heillastjörnuefninu mælum við með því að þú prófir að skrá þig í áskrift. Það kostar aðeins 1.490kr á mánuði (minna ef keypt er fyrir lengri tíma) og gefur aðgang að yfir 150 leiddum hugleiðslum. Þú getur síðan að sjálfsögðu skráð þig úr áskriftinni hvenær sem er.  Hér fyrir neðan geturðu hins vegar séð nokkur sýnishorn af vefnum.

Smellu hér til að skrá þig í áskrift:

Skoða áskriftarleiðir og aðrar vörur

Um Heillastjörnuefnið

Efnið sem áskrifendur Heillastjörnu hafa aðgang að skiptist í 11 flokka:

Jákvæð gildi – Sjálfstyrking – Örhugleiðslur – Svefnhugleiðslur – Unga fólkið – Öndun og slökun – Núnavitundarleikir – Íþróttahugleiðslur – Áskoranir lífsins – Lukkuhjólin – Hugleiðsluævintýri

Auk þess eru leiðbeiningar og góð ráð fyrir iðkunina.

Umsagnir þriggja mæðra sem hafa verið duglegar að nota efnið með börnunum sínum

„Dóttir mín hefur „kvíðatendensa“ og á oft erfitt með að sofna og líður stundum illa en veit ekki af hverju. Þessar hugleiðslur eru himnasending! Takk fyrir þitt góða starf, við elskum báðar Heillastjörnu!“

„Ég og sonur minn hugleiðum saman amk 5x í viku og mér finnst þetta ekki síður mikilvæg stund fyrir mig, en hann. Það er mikil hamingja með efnið hér 🙂 Hlökkum til að halda áfram.“

„Okkur mæðgum langar að þakka þér fyrir að gefa okkur aðgang að hugleiðsluefni þínu. Við höfum átt gæðastundir saman síðan 1.desember.
Við búum erlendis og dóttir mín er 9 ára og hefur lengi átt erfitt með svefn og þá sérstaklega eftir að við fluttum út. Núnana er fastur liður að hlusta á stutta hugleiðslu, stundum 3x til að koma sér í gírinn og svo hugleiðslu fyrir svefninn.
Þúsund þakkir fyrir okkur það er alveg frábært hjá þér að koma efninu
svona á framfæri og þeir sem hafa heyrt mig tala um þetta hér í landi
vildu óska þess að slíkt væri til hér líka. Enn og aftur þúsund þakkir.“

Jákvæð gildi – sýnishorn

Í flokknum Jákvæð gildi eru hugleiðslur fyrir 24 mismunandi jákvæða eiginleika, s.s. kærleik, frið, heiðarleika, sveigjanleika og hugrekki. Þegar barnið beinir athyglinni að eiginleikanum og upplifir hann vex hann innra með því.

Velvilji

Örhugleiðslur – sýnishorn

Örhugleiðslurnar eru tilvaldar þegar tíminn er af skornum skammti eða barnið á erfitt með að halda athygli. Hver hugleiðsla er aðeins rétt rúmlega mínúta að lengd en það er ótrúlegt hvað er hægt er að upplifa margt jákvætt á ekki lengri tíma!

Ferðalangurinn

Fyrir svefninn – sýnishorn

Þessi flokkur nýtur afar mikilla vinsælda hjá börnum jafnt sem fullorðnum en hugleiðslurnar í honum eru lengri og leiða barnið inn í draumalandið.

Svefneyjan

Sjálfstyrking – sýnishorn

Í þessum flokki eru hugleiðslur í 7 undirflokkum. Flokkarnir eru auðkenndir með mismunandi litum þar sem hver litur stendur fyrir ákveðna þætti í fari einstaklingins (hér er tekið mið af 7 orkustöðvum líkamans). Barnið getur valið þann lit sem því finnst eftirsóknarverðastur hverju sinni eða þá eiginleika sem væri gott að styrkja.

Ræturnar

Unga fólkið – sýnishorn

Í þessum flokki eru hugleiðslur sérsniðar að þörfum unglinga. Hér eru m.a. hugleiðslur sem hjálpa unga fólkinu við að takast á við kvíða, lágt sjálfstraust og einmanaleika.

Þó að þessi flokkur sé sérstaklega hugsaður fyrir unglinga geta flestar aðrar hugleiðslur á vefsíðunni einnig hentað þeim aldurshópi.

Herbergi hugans

Öndun og einbeiting – sýnishorn

Í þessum flokki eru ýmis konar öndunar- og einbeitingaræfingar og leikir en slíkar æfingar geta hjálpað barninu að losa um spennu og streitu og auka slökun og einbeitingu.

Djúpöndun