Páskaratleikur 1

8. vísbending

MIKILVÆGT!

Áður en hugleiðslan er spiluð þarf að útbúa eftirfarandi:

Biðjið barnið að skrifa (eða skrifið fyrir það) jákvæða eiginleika sem því finnst eftirsóknarverðir á nokkra miða. Þetta geta verið eiginleikar s.s. kærleikur, heiðarleiki, hamingja, hugrekki, að vera góður vinur, umhyggjusemi, jákvæðni eða hvað sem ykkur dettur í hug. Brjótið miðana saman og setið í körfu eða skál og dúk eða servíettu yfir. Þetta verður notað í hugleiðslunni og þarf því að vera til taks.

Tillaga að umræðuefni eftir hugleiðsluna:

Hvernig litu kærleiksblómin þín út? Hverjum gafstu blóm? Gastu ímyndað þér lyktina úr stígvélinu? Hvaða eiginleikar finnst þér mikilvægastir í öðru fólki? Hvaða eiginleika dróst þú?

Takk fyrir þátttökuna í hugleiðsluratleiknum
og gleðilega páska! 🙂