Efni vefsíðunnar:

Jákvæð gildi – hugleiðslur úr bókinni Undir heillastjörnu

25 hugleiðslur sem styrkja mismunandi jákvæða eiginleika barnsins, s.s. frið, sveigjanleika, hugrekki, léttleika o.fl.


Örhugleiðslur

Örhugleiðslurnar (1-3 mínútur að lengd) henta m.a. vel þeim börnum sem eiga erfitt með að halda athyglinni en einnig er frábært að grípa til þeirra inn á milli verkefna þegar tíminn er naumur.


Sjálfstyrkingarhugleiðslur

Þessar hugleiðslur styrkja ýmsa lykilþætti sem varða vellíðan, s.s. öryggi, sköpunarkraft, sjálfsmynd, kærleik, þakklæti, tjáningu, sjálfsþekkingu, traust og víðsýni. Unnið er með liti orkustöðvanna sjö til hliðsjónar.


Hugleiðslur fyrir svefninn

Lengri hugleiðslur sem leiða börnin inn í draumalandið. Núna þegar eru yfir 20 svefnhugleiðslur á vefnum.


Öndun og slökun

Öndunar- og slökunaræfingar geta verið afar gagnlegar til að hjálpa börnum jafnt sem fullorðnum til að slaka á auk þess sem rannsóknir hafa sýnt fram á að þær geta haft góð áhrif á heilsufar líkamans.


Hugleiðslur fyrir unglinga

Hugleiðslur sem sérsniðnar eru að þörfum unglinga. Þessar hugleiðslur taka m.a. á kvíða og óöryggi og er ætlað að hjálpa unga fólkinu að byggja upp sterkari sjálfsmynd.


Íþróttahugleiðslur

Við viljum flest vera í góðu líkamlegu formi en hugarþjálfunin skiptir ekki síður máli þegar kemur að íþróttaiðkun. Í þessum flokki eru hugleiðslur sem henta sérlega vel fyrir og eftir íþróttaæfingar/keppnir.


Áskoranir lífsins

Það er víst óhjákvæmilegt að lífið færi okkur áskoranir í ýmsum myndum. Á krefjandi stundum getur hugleiðslan verið líkt og ljós í tilverunni, auðveldað okkur að takast á við aðstæðurnar og leitt okkur inn í betri líðan. Í þessum flokki er sem stendur ein hugleiðsla sem hjálpar börnum að takast á við ástvinamissi en þær munu verða fleiri.


Hugleiðsluævintýri

Hugleiðslusaga í 7 köflum sem getur stuðlað að auknu innra öryggi barnanna og hentar sérlega vel þeim börnum sem glíma við kvíða eða einmanaleika. Sagan er auk þess tilvalin til að leiða börnin inn í draumalandið á kvöldin.


Núnavitundarleikir

Í þessum flokki eru ýmsir núvitundarleikir sem eru til þess fallnir að brúa bilið á milli hugleiðsluiðkunar og daglegs lífs.


Lukkuhjólin fjögur

Ýmis konar lukkuhjól sem barnið getur snúið og freistað gæfunnar. Lukkuhjólin eru frábær leið til að vekja áhuga barnsins á hugleiðslu og einnig bjóða þau upp á skemmtilega aðferð til að velja hugleiðslu/einbeitingaræfingu fyrir fjölskylduna eða bekkinn.


Leiðbeiningar og góð ráð

Hér eru ýmis góð ráð varðandi hugleiðsluiðkunina, m.a. fyrir börn með sérþarfir, svo sem þau sem eru á einhverfurófi eða með ADHD.


Nýtt efni

Heillastjörnuefnið er í stöðugri þróun og reglulega nýtt efni kemur inn á vefinn sem er innifalið í öllum áskriftarleiðum og í lífstíðaraðganginum.


Verð:

1 mánuður: 1.900kr
6 mánuðir: 7.900kr
Lífstíðarðaðgangur að öllu efninu: 11.900kr

Einnig er í boði að kaupa lífstíðaraðgang að völdum hugleiðslum.

Skoða allar vörur

Námskeið – Kynningar – Einkatímar

Grunnskólar, leikskólar og félagasamtök geta pantað námskeið og kynningar fyrir börn og/eða starfsfólk. Hvert námskeið er sérsniðið að þörfum hópsins og skipulagt í samráði við skólastjórnendur.

Einnig verða í boði almenn námskeið sem verða auglýst í gegnum póstlistann og Facebook. Að auki er hægt að panta einkatíma.

Vinsamlegast sendið fyrirspurn á heillastjarna@heillastjarna.is til að fá upplýsingar um fyrirkomulag, verð o.s.frv.

Undir heillastjörnu – hugleiðslur og heillakort með jákvæðum skilaboðum fyrir börn og ungmenni

Bókin er eftir Stefaníu Ólafsdóttur og er fagurlega myndskreytt af Írisi Auði Jónsdóttur myndlistarkonu. Hún kom út haustið 2017 og er önnur prentun væntanleg á næstunni auk þess sem unnið er að þýðingum á ensku og hollensku.

Bókin inniheldur 25 hugleiðslur og kort með uppbyggjandi skilaboðum fyrir börn og unglinga. Hugleiðslurnar og kortin leiða inn í upplifun á mismunandi styrkleikum, svo sem friði, umhyggjusemi, heiðarleika, öryggi, frelsi, sjálfsvirðingu og hugrekki.

Fjölmargir grunnskólar og leikskólar hafa nýtt sér efnið, enda styður það hugleiðsluiðkun og umræðu um jákvæð gildi og er þannig einstakt veganesti út í lífið.

Fæst m.a. í bókabúðum Pennans, Betra Lífi og Lótushúsi.