Ferðahjólið

Snúið hjólinu og skreppið í ferðalag til landsins sem kemur upp með því á að hlusta á hugleiðsluna. Eftirá getið þið spjallað um upplifunina og svarað spurningunum sem fylgja með hugleiðslunni. Síðan er auðvitað tilvalið að þátttakendur velji sér eitthvað land og semji sína eigin ferðahugleiðslu 🙂

Góða ferð!

Ástralía
Bandaríkin
Danmörk
Finnland
Grænland
Holland
Indland
Japan
Mexíkó
Spánn
Snúðu hjólinu til að hljóta ferðavinning!

Ástralía

Hvað veistu um Ástralíu? Hvað lönd sástu úr flugvélinni? Hefurðu prófað eða myndirðu vilja prófa sjóbretti? Ef þú hefðir heilan dag til að leika þér á ströndinni, hvað myndirðu gera?

Bandaríkin

Hvað veistu um Bandaríkin? Hverjar eru hæstu byggingar sem þú hefur séð? Hefurðu séð frelsisstyttuna? Veistu í hvaða borg hún er? Hvað sástu fleira úr þyrlunni? Sástu bíla? Fólk? Eitthvað annað?

Danmörk

Hvað veistu um Danmörku? Hefurðu komið til Danmerkur? Hvað sástu fyrir þér í lególandinu? Ef þú fengir í hendurnar fullt af legókubbum og gætir byggt hvað sem er, hvað myndirðu byggja?

Finnland

Hvað veistu um Finnland? Hefurðu prófað finnskt gufubað? Hvernig litu sundfötin þín út? Gastu ímyndað þér sjóðheita gufuna á húðinni? En gastu fundið fyrir ísköldum sjónum þegar þú stökkst út í?

Grænland

Hefur þú komið til Grænlands? Hvað veistu um Grænland? Ef þú mættir hanna þitt eigið snjóhús, hvernig myndirðu hafa það?

Holland

Hvað veistu um Holland? Hvernig leit báturinn þinn út? Hefurðu séð vindmillu? Veistu til hvers vindmillur eru notaðar? Túlípanar eru stundum álitnir þjóðarblóm Hollands. Ef Ísland ætti sér þjóðarblóm, hvaða blóm væri það?

Indland

Hvað veistu um Indland? Hvernig leit töfrateppið þitt út? Veistu af hverju margir Indverjar mála doppu á ennið sitt? Margir sem ferðast til Indlands tala um að þar sé sterk lykt. Hefur þú komið til einhvers lands þar sem er öðru vísi lykt en á Íslandi?

Japan

Hvað  veistu um Japan? Hvernig leit flugdrekinn þinn út? Gastu séð hugleiðslustyttuna fyrir þér? Hvernig leit hún út? Ef þú mættir hanna og skipuleggja þinn eigin garð, hvernig myndirðu hafa hann? Myndirðu t.d. hafa svæði fyrir íþróttaiðkun eða hugleiðslu? Eða eitthvað annað? Þú getur teiknað mynd af garðinum ef þú vilt.

Mexíkó

Hvað veistu um Mexíkó? Hvernig litu sólgleraugun þín út? En kaktusarnir, gastu séð þá fyrir þér? Gastu ímyndað þér bragðið af matnum? Hefur þú smakkað mexíkanskan mat?

Spánn

Hvað veistu um Spán? Hvernig leit fuglinn þinn út? Gastu ímyndað þér hvernig húsin í þorpinu litu út? Gastu heyrt fyrir þér gítartónlistina? Hefurðu komið á sólarströnd?