Páskaratleikur 2

7. vísbending

Velkomin/n á leiðarenda í ratleikum! Byrjaðu á því að hlusta á hugleiðsluna hér fyrir ofan og smelltu síðan á blöðruna sem þú valdir í hugleiðslunni. Þá færðu skilaboð sem eru ætluð þér og lýsa þínum persónuleika.

Takk fyrir þátttökuna í ratleiknum og gleðilega páska!

Gleði

Þér finnst skemmtilegt að vera til og átt auðvelt með að upplifa gleði. Þú brosir til heimsins og heimurinn brosir á móti til þín.

Hugrekki

Þú hefur sannkallað ljónshjarta sem er fyllt hugrekki. Þegar þú finnur fyrir ótta minnirðu þig á hugrekkið þitt sem er sterkara en óttinn. Þér eru allir vegir færir.

Umhyggjusemi

Þú hefur fallegt og kærleiksríkt hjarta. Þegar þú sérð að einhverjum líður illa ertu alltaf tilbúin/n að hjálpa og ert sannur vinur.

Styrkur

Þú hefur mikinn innri styrk sem sést á því að þú lætur erfiðleika ekki stöðva þig. Þú gefst ekki upp og missir ekki vonina.

Sjálfsvirðing

Þér þykir vænt um þig og átt auðvelt með að sjá jákvæðu eiginleikana þína. Þú reynir ekki að vera eins og aðrir heldur þorir að vera eins og þú ert.

Kærleikur

Þér þykir vænt um allt fólk, dýr og náttúruna. Þú lítur á aðra sem vini þína og hugsar fallegar hugsanir til annarra. Öðrum þykir vænt um þig.