Stafrófshugleiðslur
Þessar hugleiðslur henta sérstaklega vel fyrir yngstu grunnskólabörnin og tilvalið að hlusta á hugleiðslurnar samhliða stafrófskennslu. Eftir hverja hugleiðslu eru tillögur að umræðuefnum.
Apaafmælið
api, andlit, afmæli, afmæliskaka, ananas, appelsína, avókadó, agúrka, afmælispakki, afi, amma
Hvaða dýr voru í veislunni?
Hvað var í pakkanum þínum?
Ánamaðkurinn og álfadísin
ánamaðkur, á, álfadís, ávaxtakarfa, árbakki, ánægður
Heldur þú að álfar séu til?
Hefurðu kannski séð álf?
Hefur þú haldið á ánamaðki? Hefurðu haldið á einhverjum fleiri skordýrum?
Bangsinn í barnaherberginu
bangsi, brúnn, barnaherbergi, barn, brandari, blár, bolti, badminton, brunabíl, banani, brauð, bláber
Hvernig leit banginn þinn út?
Hvernig dót var í dótakassanum?
Hvað er brandari? Kannt þú einhvern brandara?
Gastu heyrt fyrir þér sírenuhljóðið í brunabílnum? Geturðu kannski leikið það núna?
Draugalíf
draugur, dreki, dansa, dingla, dropi, dásemdar, dót, demantur, dúkka, dúfa, dós, dolla, draumur
Trúir þú á drauga? Hvernig leit drekinn út og hvernig dansaði hann? Hvernig ætli draugadraumar séu?
Engillinn og eldurinn
engill, enni, elska, eldur, eldavél, elda, eldhús, epli
Ef þú værir engill, hvert myndirðu vilja fljúga?
Finnst þér gaman að hjálpa öðrum?
Folaldafótboltinn
fallegt, folald, fjórir, fætur, fax, fótbolti, fljúga, foss, froða, fjólublár, fugl, falinn, fegin/n
Finnst þér gaman í fótbolta?
Hvaða íþróttir finnst þér skemmtilegastar?
Hvernig leit leynistaðurinn út?
Garður galdranornarinnar
garður, grenitré, gömul, galdranorn, grár, galdrahattur, grænn, gulur, galdrabúningur, göldrótt, gras, gróður, galdrasproti, grís, gíraffi, grein, gaman, gimsteinn, gleði, gæfa
Gastu séð galdranornina fyrir þér? Hvernig leit hún út?
Ef þú værir galdranorn eða galdrakarl og ættir galdrasprota, hvað myndirðu galdra?
Hafið og hafmeyjan
haf, hestur, hani, hæna, hamstur, hreindýr, horn, hrútur, háhyrningur, hættulegur, hákarl, hvalur, hreyfast, hafmeyja, hár, höfrungur, hamingjusöm, hendi, handklæði
Hvaða gjöf gaf hafmeyjan þér?
Hefur þú siglt á báti?
Innbrotsþjófurinn í leikfangabúðinni
innkaupaferð, innkaupapoki, indíánatjald, indíánabúningur, innbrotsþjófur, inniskór
Hvernig leit indíánatjaldið og indíánabúningurinn út? Geturðu kannski teiknað það?
Hvað leikfang valdirðu þér?
Íþróttaglaði ísbjörninn
ísbjörn, ískalt, Ísland, ísbreiða, íþróttir, íshokkí, íshokkíkylfa, ís, ísskápur
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar er kalt og snjór úti?