Páskaratleikur 3
6. vísbending
Velkomin/n á leiðarenda í ratleikum! Byrjaðu á því að hlusta á hugleiðsluna hér fyrir ofan og smelltu síðan á stjörnuna sem þú valdir í hugleiðslunni. Þá færðu skilaboð sem eru ætluð þér og lýsa þínum persónuleika.
Takk fyrir þátttökuna í ratleiknum og gleðilega páska!
Þakklæti
Þú finnur þakklæti í hjartanu fyrir allt það góða sem lífið hefur gefið þér. Þegar þú hugsar um allt það jákvæða í lífi þínu margfaldast gæfan þín.
Eldmóður
Þú hefur mikinn sköpunarkraft og færð oft góðar hugmyndir. Þegar þú hefur mikinn áhuga á einhverju gerirðu það af fullum krafti og þess vegna gengur þér vel.
Virðing
Þú berð virðingu fyrir öllu fólki, dýrum og náttúrunni. Þú talar fallega og vingjarnlega til allra og þannig hjálpar þú öðrum að líða vel.
Frelsi
Þú ert frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Engar neikvæðar hugsanir ná að fanga þig og þess vegna er hugurinn þinn fylltur gleði og léttleika.
Heiðarleiki
Þú hefur heiðarlegt hjarta og þorir yfirleitt að segja sannleikann þó að það sé stundum erfitt. Þú lýgur ekki og þess vegna er þér treyst.
Fegurð
Líkt og skínandi stjarna geislar þú af innri fegurð sem kemur út frá fallegum og jákvæðum hugsunum.