Áskriftir eða lífstíðaraðgangur

Bestu kaupin eru án efa lífstíðaraðgangur að öllu Heillastjörnuefninu. Lífstíðarpakkinn veitir ekki aðeins aðgang að því efni sem er á vefsíðunni þegar pakkinn er keyptur heldur einnig að því efni sem mun bætast við í framtíðinni. Hugleiðslurnarnar eru nú um 150 talsins í 12 flokkum og kostar aðgangurinn aðeins 11.900kr (ekki er um áskrift að ræða, aðeins er greitt í eitt skipti). Athugið að hver aðgangur gildir fyrir einn einstakling/fjölskyldu. Vinsamlegast sendið fyrirspurn vegna áskriftar fyrir skóla/stofnanir á netfangið heillastjarna@heillastjarna.is.

Auk þessa bjóðum við upp á lífstíðaraðgang að völdum hugleiðsluflokkum og einnig er hægt að kaupa aðgang sem gildir einn mánuð/sex mánuði.

Afsláttur
Heillastjörnuverkefnið er unnið af hugsjón og er það einlæg ósk höfundar efnisins að það komist til sem flestra barna. Ef þig langar að koma í áskrift en telur þig ekki hafa efni á því, bið ég þig að senda póst á heillastjarna@heillastjarna.is og mun gera mitt besta til að koma til móts við þínar þarfir. Fjárhagur á ekki að þurfa að vera hindrun þegar hugleiðsluiðkun barna er annars vegar.

Gjafabréf Heillastjörnu

Áskriftir að Heillastjörnu er frábær gjöf til einstaklinga eða fjölskyldna. Athugið að ef um gjöf er að ræða er best að kaupa gjafabréf (en ekki hefðbundna áskrift hér fyrir neðan) því annars virkjast áskriftin áður en viðtakandi er búinn að fá gjöfina. Eftir að gjafabréfið hefur verið keypt getur kaupandinn sent upplýsingar um nafn þess sem á að fá það á netfangið heillastjarna@heillastjarna.is og fær þá gjafabréfið með nafni viðkomandi sent í tölvupósti. Hægt er að fá gjafabréf fyrir allar áskriftarleiðir, 1 mánuð, hálft ár og lífstíðaraðgang.