Heillastjarna.is inniheldur um 200 ókeypis leiddar hugleiðslu- og sjálfstyrkingaræfingar fyrir börn og unglinga, heimili og skóla.

Efnið er afar einfalt og aðgengilegt í notkun og er markmið þess er að stuðla að góðri andlegri líðan barna og ungmenna í gegnum einfaldar æfingar sem ættu að geta hentað öllum. Vefsíðunni er ætlað að styðja fjölskyldur og skóla í því að gera hugleiðslu að daglegri iðkun. Auk vefsíðunnar eru í boði kynningar, námskeið og einkatímar fyrir skóla, félagasamtök og einstaklinga.

Njótið vel! ♡

Námskeið fyrir starfsfólk grunnskóla

Í tengslum við Heillastjörnuvefinn er boðið upp á námskeið fyrir kennara þar sem Stefanía Ólafsdóttir, höfundur Heillastjörnuefnisins og grunnskólakennari, mætir á staðinn (eða heldur fjarnámskeið fyrir skóla á landsbyggðinni) og fjallar um mismunandi leiðir til að nýta vefinn í skólastarfinu. Hluti námskeiðsins felst í fræðslu sem getur nýst kennurunum til að hlúa vel að sjálfum sér og sinni andlegu heilsu. Sjá nánar um fyrirkomulagið hér:

Námskeið og fræðsla fyrir starfsfólk grunnskóla

15 hugleiðsluflokkar – 200 hugleiðslur

Smellið á myndirnar til að nálgast hugleiðslurnar

Jákvæð gildi

Sjálfstyrking

Örhugleiðslur

Stafrófshugleiðslur

Fyrir svefninn

Unga fólkið

Öndun og slökun

Núnavitundarleikir

Íþróttahugleiðslur

Áskoranir lífsins

Lukkuhjólin fjögur

Hugleiðsluævintýri

Jóladagatal

Páskaratleikir

Kennarahugleiðslur

Leiðbeiningar

Margþættur ávinningur hugleiðsluiðkunar:

Innra jafnvægi

Barnið lærir aðferðir til að tengjast sjálfu sér betur sem eykur innra öryggi og stuðlar að jafnvægi og vellíðan.

Sköpunarkraftur

Í hugleiðslunni fær ímyndunarafl barnsins að njóta sín og það lærir að nýta skapandi mátt hugans á jákvæðan hátt.

Sterkari sjálfsmynd

Athyglinni er beint markvisst að jákvæðum eiginleikum barnsins og við það eflast sjálfsvirðing og væntumþykja til eigin sjálfs.

Slökun

Barnið lærir aðferðir til að slaka betur á hug og líkama en það getur m.a. unnið gegn streitu og kvíða og bætt nætursvefninn.

Aukin einbeiting

Reglubundin hugleiðsluiðkun getur stóraukið einbeitinguna og gert barnið hæfara til að takast á við ytra áreiti.

Póstlisti

Já takk! Ég vil skrá mig á póstlista og fá sendar upplýsingar um námskeið, fræðslufundi, hvetjandi efni og fá að vita þegar nýjar hugleiðslur bætast á vefinn.